Gilsfjörður

Garpsdalsver

Vindorkuver á hæsta fjalli við Gilsfjörð. Jóhann Páll umhverfisráðherra ákvað að setja það í nýtingarflokk þvert á niðurstöðu verkefnahóps um rammaáætlun og áður en Alþingi hafi sett ramma um uppbyggingu vindorkuvera.

160m háar vindtúrbínur munu setja svip sinn á allt svæðið ag sjást meðal annast frá Reykhólum, Drangsnesi og Skarðsströnd og hvarvetna á fjöllum í tugi km fjarlægð.

Svæðið er mikilvægt fyrir arnarstofninn á Íslandi og í raun óvíst hver afdrif hans verða.

Tillaga ráðherra er í samráðsgátt til 29. september 2025 fyrir þá sem vilja gera athugasemdir við framkvæmdina

Fyrsti kubburinn

Um leið og fyrsta vindorkuverið rís við Breiðafjörð er búið að spilla svæðinu öllu.

Ótal aðilal bíða í startholunum með áætlanir um fleiri orkuver og umhverfismat þeirra munu renna auðveldlega í gegn þegar svæðið er þegar orðið spillt.

Alþingi hefur ekki sett ramma utanum vindorkuver en fyrir síðustu kosningar lýstu margir flokkar því yfir að vindorkuver ættu einungis að vera á fáum afmörkuðum svæðum.

Með því að setja Garpdalsvirkjun í nýtingarflokk er í raun verið að flokka Breiðafjörð og Strandir sem vindorkusvæði og áður en við vitum af verður skógur af 150 - 200m háum vindtúrbínum á öðru hverju fjalli og jafnvel á skerjum og eyjum úti í Breiðafirði.

Molar

Í 15,5 km fjarlægð frá 4MW vindtúrbínu spanna spaðar hennar jafn stórt svæði og tunglið.

Við framleiðum og notum átta sinnum meira rafmagn per íbúa en Danir, allt með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Samt vilja sumir tvöfalda orkuframleiðslu okkar.

Á fimmta tug vindorkuverkefna eru í undirbúningi.

Flest eru á vegum erlendra einkaaðila.

Frjálsir vindar

Tilgangur þessarar síðu er að safna saman ýmsum upplýsingum um þær áætlanir sem uppi eru um stórfelda uppbyggingu vindorkuvera um allt land og afleiðingu þeirra fyrir náttúru okkar og samfélag.

Ábyrgðarmaður síðunnar er Ingólfur Hermannsson

Hafðu samband

Ertu með athugasemdir eða viltu koma efni á framfæri við vefinn.

Hafðu þá samband